Knattspyrnudeild Fram hefur gert samning við þrjá leikmenn sem allir koma frá Króatíu.
Fyrstan ber að nefna Dino Gavric sem er 27 ára varnarleikmaður. Ásamt því að hafa leikið í heimalandinu hefur Gavric leikið í Póllandi, Kýpur, Ungverjalandi og Bosníu.
Ivan Parlov er 32 ára gamall miðjumaður. Parlov hefur auk heimalandsins, leikið á Kýpur og í Austurríki.
Ivan Bubalo er 26 ára framherji. Hann hefur auk heimalandsins leikið í Bosníu.
Fram býður þessa þrjá leikmenn velkomna í herbúðir félagsins en fyrsti leikur Fram í Inkasso-deildinni verður gegn KA á Akureyri laugardaginn 7. maí klukkan 16.00.
Knattspyrnudeild FRAM