fbpx
Súpufundur vefur

Flottur súpufundur FRAM í dag

Súpa fínVið FRAMarar héldum í dag súpufund númer sjö þennan veturinn.  Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 60  menn og konur sem gæddu sér  á þessari líka fínu súpu. Það var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Létt yfir fólki enda farið að vora,  eiginlega komið sumar þó hann sé svalur úti núna. Við fengum ekki  til okkar gest í dag vegna forfalla en ætlum að halda áfram á þeirri braut og fáum örugglega heimsókn á næsta fund.
Það er von okkar að við sjáum alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 27. maí 2016.  Sá súpufundur verður sá síðasti þennan veturinn en við ætlum svo að taka upp þráðinn strax í haust.
Hvetjum alla FRAMara til að mæta og hjálpa okkur að láta fleiri vita af þessari velheppnuðu uppákomu. Minnum á afmæli FRAM á  sunnudag kl. 10:00-12:00 í veislusal FRAM.

Takk fyirr komuna

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!