fbpx
2.fl

Þrjú FRAM lið leika til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta

Bikarmeistarar 2016 3. fl.kvennaVið FRAMarar eigum 3 lið sem leika til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta  en úrslitaleikir yngriflokka fara fram fimmtudaginn 5. maí.  Hefð er fyrir því að allir úrslitaleikir Íslandsmóts yngri flokkar fari fram á einum degi og að þessu sinni fara þessir leikir fram í Dalhúsum.  Úrslitadagur Íslandsmótsins hefur verið vel heppnaður, mikið lagt upp úr umgjörð leikjanna og það verður örugglega bullandi stemming í Dalhúsum í Grafarvogi á fimmtudag.
Leikir okkar liða á fimmtudag verða sem hér segir:

Kl. 11:15   4. fl. kv. Yngri   FRAM – Víkingur
Kl. 18:30   3. fl. kv.              FRAM – Fylkir
Kl. 20:30   2. fl. ka.              FRAM – ???

Við hvetjum alla FRAMarar til að mæta í Dalhús á fimmtudag og hvetja krakkana okkar og styðja við bakið á þessum glæsilegu fulltrúum sem við eigum í  úrslitaleikjum Íslandsmótsins 2016.

Allir leikirnir verða sýndir beint á http://www.fjolnir.is/tv

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email