Knattspyrnudeild Fram hefur fengið öflugan liðstyrk þar sem fyrrum leikmaður Fram, Sam Tillen mun leika með liðinu á þessari leiktíð.
Sam Tillen kemur á láni frá FH og hefur Fram tryggt sér kauprétt á leikmanninum síðar á árinu.
Þetta eru mikil og góð tíðindi þar sem Sam Tillen er vel kunnugur hjá félaginu eftir að hafa verið leikmaður um árabil með Fram og á hann 112 leiki að baki í öllum mótum með Fram.
Sam Tillen er 5 erlendi leikmaðurinn sem Knattspyrnufélagið Fram fær til sín áður en Inkasso deildin hefst en fyrsti leikur er á laugardaginn kl.16 á Akureyri á móti KA.
Það eru talsverðar væntingar bundnar við að þessi styrking á liðinu muni gera Fram kleyft að berjast í efri hluta deildarinnar eftir magur tímabil í fyrra.
Knattspyrnudeild FRAM