fbpx
Íslandsmeistarar 3. fl

3. flokkur kvenna Íslandsmeistari 2016

3.kvenna ÍslandsmeistararStelpurnar okkar í 3. fl.kvenna léku í kvöld til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta en leikið var í Dalhúsum gegn Fylki.  Tvö hörkulið sem hafa oft leikið til úrslitaleiki í gegnum árin. Gríðarlega vel mætt  og góð stemming í húsinu.
Stelpurnar byrjuðu leikinn vel í kvöld og léku fyrri hálfleikinn mjög vel, margir leikmenn að spila vel. Góð breydd í okkar liði og stelpurnar vel stemmdar í þessum leik.  Staðan í  hálfleik 13-7.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, héldum forrustunni og gáfum fá færi á okkur í þessum leik. Vörnin að vinna vel, Hafdís góð í markinu og við að fá mörk frá mörgum leikmönnum sóknarlega. Við kláruðum svo þennan leik af öryggi. Lokatölur í kvöld 25 – 21. FRAM Íslandsmeistarar 2016.
Stelpurnar að spila mjög vel í þessum leik, allir leikmenn að skila sínu og liðsheildin vann þennan leik.
FRAM Íslandsmeistarar 2016 og Bikarmeistarar 2016 þarf eitthvað að segja meira.
Til hamingju stelpur, til hamingju FRAMarar.

ÁFRAM FRAM

Myndir á http://frammyndir.123.is/photoalbums/278345/

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!