fbpx
2.fl

Tap hjá 2. fl. karla í úrslitaleik Íslandsmótsins

2.fl. ka Deildarmeistarar 2016 aprilStrákarnir  okkar í 2. fl.karla léku í kvöld til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta en leikið var í Dalhúsum gegn Val.  Þessi lið mættust í úrslitaleik Coka Cola bikarsins í febrúar en þá höfðu Valsmenn betur.  Því var ljóst að við þyrftum að leika vel í kvöld ef við ætluðum að hafa sigur.  Gríðarlega vel mætt, flott umgjörð  og góð stemming í húsinu eins og áður hefur komið fram.
Strákarnir byrjuðu leikinn í kvöld vel og voru yfir í hálfleik, 13-11. Fréttaritari missti því  miður af þessum hálfleik vegna vandræða með netið. En drengirnir okkar að spila vel.
Síðari hálfleikur var góður lengi framan af, við með frumkvæðið en Valsmenn náðu að jafna og komustu yfir þegar c.a 10 mín voru eftir. Við náðum aftur að komst yfir en fórum illa að ráði okkar undir lokin, stóðum vörnina illa og fórum illa með góð færi sóknarlega. Misstum marga leikmenn út af í 2. mín og það er alltaf erfitt í svona jöfnum leikjum. Það fór þannig að við töpum þessum leik á grátlegan hátt 26-27.
Við lékum vel að mér skilst mestan hluta leiksins en náðum ekki að klára þetta í dag. Strákarnir hafa leikið vel í vetur og sárt að sjá á eftir þessum titli svona.  Fínn leikur drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!