Stelpurnar okkar í 4. fl.kv yngri léku í morgun til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta. Leikurinn fór fram í Dalhúsum Grafarvogi gegn Víkingi og var vel mætt þó leikurinn væri snemma.
Stelpurnar byrjuðu leikinn í dag og leiku fyrri hálfleikinn vel, ekki mikið skorað í þessum hálfleik en ágætur hálfleikur. Við undir í hálfleik 6-7.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel og náðum yfirhöndinn en tókst ekki að halda þeirri forrustu lengi. Við misstum aðeins dampinn og varnarlega náðum við okkur ekki á strik að mér fannst. Það fór svo að lokum að við töpuðum þessu leik 15-18.
Við lékum ágætlega í þessum leik en andstæðingurinn mjög sterkur og við réðum ekki við þær í dag. Þó það sé fúllt að tapa svona úrslitaleik þá geta stelpurnar borið höfuðið hátt og verið stoltar yfir frammistöðunni í vetur. Vel gert stelpur.
ÁFRAM FRAM