fbpx
4

Tap hjá 4. fl. kvenna í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta

4. fl.kv. yn HarpaStelpurnar okkar í 4. fl.kv yngri léku í morgun til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta. Leikurinn fór fram í Dalhúsum Grafarvogi gegn Víkingi og var vel mætt þó leikurinn væri snemma.
Stelpurnar byrjuðu leikinn í dag og leiku fyrri hálfleikinn vel, ekki mikið skorað í þessum hálfleik en ágætur hálfleikur. Við undir í  hálfleik 6-7.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel og náðum yfirhöndinn en tókst ekki að halda þeirri forrustu lengi. Við misstum aðeins dampinn og varnarlega náðum við okkur ekki á strik að mér fannst. Það fór svo að lokum að við töpuðum þessu leik 15-18.
Við lékum ágætlega í þessum leik en andstæðingurinn mjög sterkur og við réðum ekki við þær í dag.  Þó það sé fúllt að tapa svona úrslitaleik þá geta stelpurnar borið höfuðið hátt og verið stoltar yfir frammistöðunni í vetur. Vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!