fbpx
Liði gegn Selfoss spánn 2016 vefur

Tap  í fyrsta leik í Inkassódeildinni

Liði gegn Selfoss spánn 2016Strákarnir okkar hófu leik með slæmu tapi  á Akureyri gegn KA í fyrsta leik í Inkassódeildinni.
Þessi leikur var mjög kaflaskiptur af okkar hálfu. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og við í raun óheppnir að vera ekki 2-3 mörkum yfir.  Fengum góð færi sem ekki nýttust.  Boltinn gekk vel á milli manna og mikill hreyfanleiki og dugnaður í liðinu, Sköpuðum okkur 2-3 dauðafæri. Við þurfum ekki að kvíða framhaldinu ef menn spila eins vel og við gerðum þessar fyrstu 45 mínútur.  En því miður þá var seinni hálfleikurinn jafn slakur og sá fyrri var góður og KA gekk á lagið.
Þjálfarateymið gerði  breytingu snemma í síðari hálfleik og Haukur Lár fór útaf. Alltaf vont að gera breytingar á varnarlínunni sérstaklega í stöðunni 0-0 en ég geri ráð fyrir því að Haukur hafi verið eitthvað meiddur.
Við fáum á okkur of mörg mörk, það hefur verið vandamál í vor og við höfum ekki fundið lausnir við því. Sendingar á milli bakvarða og miðvarða verðum við að koma í veg fyrir.  Fyrsta mark KA kemur eftir sending inn fyrir flata vörn okkar Framara . KA skorar svo aftur 6 mín. síðar eftir hornspyrnu.  Aftur kemur það upp að við völdum ekki nógu vel í föstum leikatriðum og við hljótum að geta gert betur í slíku.  Gamli Framarinn Almarr Ormarsson kláraði þetta svo fyrir KA nokkrum mínútum seinna eftir harðfylgi á fjarstöng.  KA liðið er hörkulið en það erum við líka og þetta tap var allt of stórt.
Við erum með mjög breytt lið og það þarf tíma til að slípa til, en vandamálið er að það gefst ekki tími til þess í þessari deild. Menn verða að vera tilbúnir í mikil átök.  Við tökum það jákvæða úr þessum leik sem var mjög góður fyrri hálfleikur.  Króatarnir þrír eru vissulega liðstyrkur og flottir strákar  en geta allir gert betur, sérstaklega Ivan Bubalo sem verður að nýta samherja sína betur.
Sam Tillen var fyrirliði í dag og engin efast um hans getu en hann var daufur í dag. Stafanó er mjög öflugur markvörður og spilaði vel í dag að mínum dómi.
Næst er það Þór og einnig á Akureyri og þá verðum við að sækja þrjú stig.
Liðið: Stafano-Hafþór Mar-Orri-Sam-Dino-Ivan P-Ingólfur-Indriði-Ivan B-Gunnlaugur-Haukur
Komu inná : Ingiberg-Hafþór-Arnar Sveinn

Fréttaritari FRAM á Akureyri

G.Hoddle

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!