Það var bikarslagur á dagskrá í kvöld þegar stelpurnar okkar mættu ÍR í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikið var í Breiðholtinu en stutt er síðan við mættum ÍR stelpum á þessum sama stað í Lengjubikarnum. Þann leik vann ÍR og því ljóst að við ætluðum að hefna þeirra úrslita í kvöld. Það var gott veður í Mjóddinni í kvöld og upplagt að spila góðan fótbolta.
Leikurinn byrjaði rólega, liðin ætluðu greinilega að spila þennan leik varfærnislega til að byrja með. Liðin ekki að skapa nein færi að ráði, við heldur betri ef eitthvað var og náðum reglulega að ógna marki ÍR. Það var því gegn gangi leiksins að við fengum á okkur mark á 26 mín. ÍR stúlkur höfðu ekki átt skot á markið fram að þessu og því mjög svekkandi að fá þetta mark á sig. Við misstum aðeins dampinn eftir þetta mark og náðum okkur ekki alveg á strik. Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega en við vorum rotaðar á 62 mín þegar ÍR setti á okkur mark, ferlegt að gera þetta. Við eins og svo oft áður bættum okkar leik, héldum áfram að sækja og reyndum eins og við gátum fram á síðustu mín. að skora. Það tókst loks á loka andartökum leiksins þegar við fengum víti og ein ÍR stúlka fékk að fjúka af velli. Það var Berglind Arnardóttir sem tók vítið og skoraði af öryggi en markið kom því miður of seint og niðurstaðan í dag 2-1 tap. Bikarkeppnin verður þá ekki að þvælast meira fyrir okkur í sumar, fínn leikur hjá okkar stúlkum og við þurfum að byggja á þessu. Okkar lið er að batna og ég er bara spenntur fyrir sumrinu.
Íslandsmótið hefst svo 17. maí þegar við mætum Víkingi Ó í Úlfarsárdalnum. Sjáumst í Úlfagrifjunni.
ÁFRAM FRAM