Í hálfleik á bikarleiknum í kvöld voru veitt tvenn verðlaun fyrir árangur á Reykjavíkurmóti yngriflokka í fótbolta. Okkar yngriflokkar eru núna að klára sína leiki á mótinu en Íslandsmótið hefst innan tíðar. Eins og áður sagði voru veitt tvenn verðlaun í kvöld og var það Sam Tillen sem veitti liðunum verðlaunin.
4. flokkur karla A lið varð Reykjavíkurmeistari 2016 en liðin lék vel á mótinu og vann mótið sannfærandi.
2. flokkur karla B lið varð Reykjavíkurmeistari 2016 en liðið lék sérlega vel á mótinu og vann alla sína leiki.
Glæsilegt drengir og til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM