Strákarnir í mfl. karla báru nú í kvöld nauman 1-0 sigur á Aftureldingu úr Mosfellsbæ í 64 liða úrslitum í Borgunarbikarkeppni KSÍ en leikið var í Úfarsárdal.
Það var Ingiberg Ólafur Jónsson sem skoraði eina mark leiksins eftir um 20 mínútna leik með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Orra. Það er lítið hægt að segja um þennan leik. Ekki áferðafallegur fótboltaleikur. Við vorum þó mun sterkari í fyrri hálfleik og áttum nokkur hættuleg færi. Áttum reyndar að klára þennan leik í fyrri hálfleik. Ivan Bubalo átti til að mynda skalla í stöngina og einhver hálffæri fengum við einnig.
Í síðari hálfleik vorum við slakir og í raun hepnnir að fá ekki á okkur mark þegar Aftureldinga fékk dauðafæri en settu boltan yfir markið. Við erum komnir áfram og það er fyrir öllu, héldum markinu hreinu sem er alltaf gott.
Við eigum erfiðan leik á Akureyri gegn Þór á laugardag og þar verðum við að mæta vel stemmdir til leiks.
Liðið: Stefano-Sigurpáll-Osvald-Dino-Ingiberg-Orri-Ingólfur-Ivan B-Hafþór-Arnar Sveinn-Arnór Daði
Komu inná : Gunnlaugur-Ivan P-Indriði.
Fréttaritari FRAM G.Hoddle