fbpx
Leikmenn Fram í Reykjavíkurúrvali-1 vefur

Fimm frá FRAM í Úrvalsliði Reykjavíkur

rvkDaðey ÁstaGrunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 68. mótið fram í Helsinki. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra. Keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur eru 15 leikmenn í knattspyrnu drengja, 10 leikmenn í handknattleik stúlkna, 8 drengir og 8 stúlkur í frjálsum íþróttum. Þjálfarar hópsins eru með margra ára reynslu í þjálfun og menntaðir íþróttakennarar og sjúkraþjálfari. Fararstjórar hópsins eru starfsmenn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem jafnframt hafa umsjón með undirbúning og framkvæmd ferðarinnar.

Fulltrúar úrvalsliðs Reykjavíkur eru nemendur í grunnskólum Reykjavíkur, fædd árið 2002 og 2003. Undirbúningur fyrir mótið hófst með æfingum í byrjun árs og skoðuðu þjálfarar leikmenn í ýmsum mótum. Nú liggur fyrir endanlegt val á hópnum og koma keppendur frá 18 grunnskólum og sex íþróttafélögum í Reykjavík.

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer fram nálægt Helsinki á stað sem heitir Kisakallio. Þar er gist og keppt, þetta eitt helsta aðsetur Finna fyrir fjölbreytta  keppni og alþjóðleg mót. Þar fer einnig fram öflug íþróttamenntun, íþróttaráðstefnur, landsliðsæfingar fleiri íþróttagreina o.fl. Hægt er að kynna sér glæsilega aðstöðu í Kisakallio á heimasíðunni: http://www.kisakallio.fi/

Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, skoða myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga 5 keppendur í úrvalsliði Reykjavíkur þetta árið  en mótið hefst 22 maí.  Það gríðarlega skemmtileg upplifun að taka þátt í þessu móti og verður spennandi fyrir okkar krakka að taka þátt í þessu móti í Finnlandi.
Þau sem voru valinn frá FRAM að þessu sinni eru:

Ástþór Atli Svalason                   Fram                Knattspyrna drengja
Gylfi Már Hrafnsson                   Fram                Knattspyrna drengja
Mikael Egill Ellertsson               Fram                Knattspyrna drengja
Steinar Bjarnason                      Fram                Knattspyrna drengja
Daðey Ásta Hálfdánardóttir      Fram                Handknattleikur stúlkna

Gangi ykkur vel og góða ferð.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!