Það er orðin árviss hefð hjá okkur í Taekwondodeildinni að halda utan að vori með það það markmið að safna í reynslubankann.
Í ár var ákveðið að senda 9 keppendur á alþjóðlega mótið Berlin Open, en við höfum ekki sent keppendur á það mót áður.
Mótið fór fram helgina 7.-8. maí en alls tóku þátt tæplega 1200 íþróttamenn frá 35 löndum.
Það má með sanni segja að ferðin hafi verið bæði skemmtileg og lærdómsrík og komum við heim reynslunni – og einum bikar ríkari.
Taekwondodeild FRAM