Valinn hefur verið 22 manna æfingahópur U18 ára landsliðs karla í handbolta, hópurinn kemur saman til æfinga 9. – 12. júní. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum hópi en Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður FRAM var valinn í hópinn að þessu sinni.
Viktor Hallgrímsson Fram
Gangi þér vel Viktor
ÁFRAM FRAM