Jafntefli 0-0 var niðurstaðan í baráttuleik okkar gegn Þór norður á Akureyri. Við fengum þar með okkar fyrstu stig í deildinni, en eigum enn eftir að skora fyrsta markið. Það verður að koma í næsta leik.
Leikurinn í dag var mikill baráttuleikur og mikið um stöðubaráttur. Fátt var um marktækifæri og raun lítið markvert sem gerðist utan að undir lok hálfleiksins björguði Þórsarar á línu eftir mikið harðfylgi frá Gulla. Þórsarar áttu einnig hörkuskot í stöng en þar með eru marktækifærin í fyrri hálfleik upptalinn.
Seinni háfleikur var mun líflegri og við komum grimmir til leiks. Ivan Bubalo fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni eftir góðan undirbúning frá Arnari Sveini, en lét verja frá sér í tvígang. Við hreinlega höfum ekki efni á að misnota færi sem þessi. Þurfum svo sannarlega að fara að reima á okkur markaskóna. Um miðbik seinni hálfleiks vildu Þórsarar fá vítaspyrnu en góður dómari leiksins dæmdi okkur boltann og gaf Þórsaranum gult spjald fyrir leikaraskap.
Heilt yfir voru Þórsarar sterkari að mínum dómi og auðvitað tökum við eitt stig á erfiðum útivellli, En liðið stefnir hærra og þurfum svo sannarlega að gera betur.
Við höfum verið mjög kaflaskiptir í þessum fyrstu tveimur leikjum í deildinni, eigum ágætis rispur en dettum svo allsvakalega niður á milli.
Það er jákvætt að halda hreinu og mér fannst vörnin sterk og Stefanó í markinu var öruggur og tók allar fyrirgjafir auðveldlega. Við erum hinsvegar ekki að skapa okkur mörg marktækifæri og verðum að nýta þessi fáu sem liðið fær.
Það er mikið rætt um mikla leikmannaveltu hjá Fram sem er vissulega rétt, en það er einkenni á 1.deild á Íslandi að þar er mikill losarabragur á leikmönnum. Við erum ekki eina liðið sem lendir í slíku. Gæðin í liðinu okkar eru það góð að þetta lið á að fara upp í Pepsí-deildina. Nú þarf alvöru stigasöfnun að fara í gang
Næst eru það Haukar á föstudag í Laugardalnum og þar er krafa á þrjú stig
Liðið: Stafano-Arnar Sveinn-Orri-Sam-Dino-Ivan P-Ingólfur-Indriði-Ivan B-Gunnlaugur-Haukur
Komu inná : Hafþór Mar-Sigurpáll-Ósvald
Fréttaritari FRAM á Akureyri
G.Hoddle