fbpx
FRAM víkingur Ó kv vef

Tap gegn Víkingi Ó á heimavelli

FRAM víkingur Ó kvStelpurnar okkar í fótboltanum hófu leik á Íslandsmótinu í kvöld þegar þær fengu Víking Ólafsvík í heimsókn í Úlfarsárdalinn.  Það var svo sem ekki fjölmenni í dalnum en slæðingur af fólki og gott fótbolta veður.
Leikurinn í kvöld var frekar rólegur og lítið um opin færi, okkar lið enn að breytast og nýjir  leikmenn að bætast í hópinn.   Liðin þétt fyrir varnarlega og sóknir ekki margar. Við fengum á okkur  mark á 35 mín. en það var skot af löngu færi sem sveif í marki.  Svona mark sem maður sér oft í kvennafótbolta en erfitt fyrir markmenn að ráða við þetta.  Annars var fyrri hálfleikur mjög jafn, staðan í hálfleik 0-1.
Ljóst að við þyrftum að gera aðeins meira til að vinna þennan leik.
Síðari hálfleikur var áfram jafn, fá færi, nokkur ágæt skot á markið en engin góð færi hjá hvorugu liði.  Frekar bragðdaufur leikur og rann einhvern veginn út í sandinn.  Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins og ná þannig að byggja upp góðar sóknir. Varnarlega vorum við ekki í miklum vandræðum en það vantaði mörkin.  Lokatölur í kvöld 0-1.
Pínu vonbrigði að tapa þessum leik en við erum á réttri leið og eigum eftir að verða betir.
Næsti leikur er á miðvikudag á heimavelli gegn Þrótti, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email