fbpx
885667 vefur

Jafnt á heimavelli í Inkassódeild karla

885667Við FRAMarar lékum í kvöld okkar fyrsta heimaleik á þessu tímabili og það á Laugardalsvelli eftir dálítið hlé.
Leikurinn byrjaði vel, við mun hættulegri og náðum að setja góða pressu á Hafnarfjarðarliðið, gerðum harða atlögu að mark þeirra á góðum köflum.  Svo  er eins og við sofnum aðeins inni á milli og þá gefum við færi á okkur.  Við fengum á okkur mark á 35 mín. eftir klaufalegan varnarleik, skelfilegt að fá svona mark á sig en lítið við því að segja.  Staðan í hálfleik 0-1.  Fyrri hálfleikur nokkuð jafn, mér fannst við hættulegri, betri, en ekki mikið af færum.  Ágætur hálfleikur en lítið sem skildi liðin að, þurfum að gera betur til að vinna leiki, það er bara þannig.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega, við náðum tökum á leiknum að mér fannst, við hressari og liðið að spila betur.  Við ógnuðum sífellt meira án þess að skapa góð færi.  Við náðum svo góðri sókn á 66 mín. sem endaði með góðri sendingu frá Ivan Parlov inn á teig sem Ivan Bubalo stangaði í netið, 1-1, fín sókn. Við héldum áfram að sækja og fengum tvo mjög góð færi, Indriði setti boltan yfir og Bubalo kom boltanum ekki í markið eftir góða sókn.  Svekkandi að ná ekki að setja fleiri mörk, lokatölur 1-1.
Við klárlega betri í síðari hálfleik og því fúllt að ná ekki að klára leikinn, fengum færin til þess.  Mér fannst þessi leikur betri en við höfum sýnt og vona að við náum að halda áfram á þessari braut, þá fara stigin að detta í hús. Við getum samt lagt meira á okkur og gert betur, það býr meira í liðinu.
Næsti leikur er í bikarnum á heimavelli á þriðjudag gegn HK, vonandi sjáum við fleiri FRAMara á þeim leik.

ÁFRAM FRAM

Mynd fengin af MBLÓfeigurt

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email