fbpx
FRAM - HK bikar fagn vefur

Fram áfram í Borgunarbikar karla

FRAM - HK bikar bubbaFRAM - HK bikar markVið tryggðum okkur í kvöld sæti í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSI með öruggum 2-0 sigri á HK. Það voru erfiðar aðstæður í kvöld, en sterkur vindur gerði leikmönnum erfitt fyrir og reyndar áhorfendum líka og það var skítkalt. En strákarnir leystu verkefnið mjög vel, voru sterkir fyrir og skynsamir. Liðið var mikið breytt frá síðasta leik og það er greinilega verið að dreifa álaginu. Einhverjir eru einnig í meiðslum og stutt í næsta deildarleik. Við erum með flottan hóp og fullt af valkostum fyrir þjálfarateymið. Strákar eins og Helgi Guðjónsson og Arnór Aðalsteinsson byrjuðu í kvöld og einnig Rúrik Þorfinnson eftir erfið meiðsli. Allt flottir strákar sem minntu vel á sig.
Við lékum á móti Kára í fyrri hálfleik og vorum mun betri og sköpuðum okkur nokkur góð færi. Vörnin var mjög skipulögð og sterk og Stefanó öruggur í sínum aðgerðum. Kópavogsbúar komust lítt áleiðis og áttu ekki færi allan fyrri hálfleikinn þrátt fyrir að hafa sterkan vindinn í bakið. Ivan Bubalo náði svo forystu fyrir okkur eftir um hálftíma leik eftir glæsilegan undirbúning táningsins Helga Guðjónssonar. En Helgi lék laglega í gegnum HK vörnina og renndi boltanum á Bubalo sem skoraði af stuttu færi. Vel gert.
Í síðari hálfleik  var meira um stöðubáráttur en við vorum miklu sterkari og verðskulduðum gott mark á 60. mínútu þegar Brynjar Kristmundsson skoraði með glæsilegum þéttingsföstum skalla eftir hornspyrnu frá vinstri, gott ef þetta var ekki fyrsta snerting Brynjars sem hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður. Glæsilega gert. Til hvers að snerta boltann oftar en menn þurfa. Við fengum svo tvö til þrjú góð færi en létum þetta duga. Öruggur sigur í Laugardalnum í kvöld. Flott frammistaða og góð vinnusemi í erfiðum aðstæðum.
Þetta er gott veganesti fyrir ferðina austur, en við eigum leik við Huginn á Sunnudag í Fellabæ. Það var liðsheildin sem skóp þennan sigur og ekki sanngjarn að taka eina frammistöðu út.
Mér finnst liðið vaxa með hverjum leik og hef reyndar fulla trúa á að við gerum góða hluti í sumar.
Lið FRAM var þannig skipað: Stefano-Arnór-Sigurpáll-Ingiberg-Hafþór Þ- Ivan P-Hlynur-Indriði-Ivan B( Arnar S, 73 m)-Helgi (Atli F, 86 m)-Rúrik( Brynjar K, 60 m)

Fréttaritari FRAM G.Hoddle

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!