fbpx
Marthe gegn IBV vefur

Marthe Sördal gerir nýjan samning við FRAM

MartheHandknattleiksdeild FRAM er það mikið ánægju efni að geta tilkynnt að Marthe Sördal hefur gengið frá nýjum samningi við Handknattleiksdeild Fram.
Þetta er eins og segir mikið ánægju efni að Marthe verði áfram í herbúðum Fram.  Nýi samningurinn er til tveggja ára.
Marthe hefur leikið allan sinn feril hjá Fram og er einn af reyndari leikmönnum Fram.  Hún hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá því haustið 2003, þegar hún lék fyrsta leik sinn með meistaraflokki.  Hún á alls að baki um 370 leiki með meistaraflokki félagsins.  Þar af eru um það bil 250 leikir í deildarkeppni efstudeildar kvenna.  Marthe hefur skorað hátt í 500 mörk í þessum leikjum í efstu deild kvenna.  Marthe á að baki 5 landsleiki með A landsliði Íslands.

Handknattleiksdeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!