Handknattleiksdeild FRAM er það mikið ánægju efni að geta tilkynnt að Marthe Sördal hefur gengið frá nýjum samningi við Handknattleiksdeild Fram.
Þetta er eins og segir mikið ánægju efni að Marthe verði áfram í herbúðum Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára.
Marthe hefur leikið allan sinn feril hjá Fram og er einn af reyndari leikmönnum Fram. Hún hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá því haustið 2003, þegar hún lék fyrsta leik sinn með meistaraflokki. Hún á alls að baki um 370 leiki með meistaraflokki félagsins. Þar af eru um það bil 250 leikir í deildarkeppni efstudeildar kvenna. Marthe hefur skorað hátt í 500 mörk í þessum leikjum í efstu deild kvenna. Marthe á að baki 5 landsleiki með A landsliði Íslands.
Handknattleiksdeild FRAM