fbpx
FRAM víkingur Ó kv vef

Tap á heimavelli í 1. deild kvenna

FRAM víkingur Ó kv. 007Stelpurnar okkar í fótboltanum fengu Þrótt í heimsókn en leikið var í Úlfagrifjunni.   Það var gott veður í dalnum og ágæt stemming þó ekki væri fjölmenni.
Leikurinn í kvöld byrjaði ágætlega við náðum að setja mark strax í byrjun en það fékk ekki að standa. Skandall.  Þess í stað fengum við á okkur mark á 7 mín. frekar klaufalegt  en þannig er það oft þegar mörk eru skoruð.  Við náðum okkur ágætlega á strik eftir markið og voru síst verri aðilinn í þessum hálfleik en náðum samt ekki að setja mark. Staðan í hálfleik 0-1.  Þurfum að fara að setja mörk ef við ætlum að ná í stig.
Við byrjuðum síðari hálfleik ágætlega leikurinn jafn og ljóst að það er lítill munur á þessum liðum. Við náðum bara ekki að setja mark og því urðu lokatölur í kvöld naumt 0-1 tap.
Síðari hálfleikur var alveg þokkalegur liðið að berjast vel, leik ágætlega á milli sín en það vantaði meiri kraft og ógnun fram á við.  Við þurfum að vinna í því að vera aðeins grimmari og áræðnari fram á við. Það mun  koma og við eigum eftir að ná í stig í sumar.  Vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!