Stelpurnar okkar í fótboltanum fengu Þrótt í heimsókn en leikið var í Úlfagrifjunni. Það var gott veður í dalnum og ágæt stemming þó ekki væri fjölmenni.
Leikurinn í kvöld byrjaði ágætlega við náðum að setja mark strax í byrjun en það fékk ekki að standa. Skandall. Þess í stað fengum við á okkur mark á 7 mín. frekar klaufalegt en þannig er það oft þegar mörk eru skoruð. Við náðum okkur ágætlega á strik eftir markið og voru síst verri aðilinn í þessum hálfleik en náðum samt ekki að setja mark. Staðan í hálfleik 0-1. Þurfum að fara að setja mörk ef við ætlum að ná í stig.
Við byrjuðum síðari hálfleik ágætlega leikurinn jafn og ljóst að það er lítill munur á þessum liðum. Við náðum bara ekki að setja mark og því urðu lokatölur í kvöld naumt 0-1 tap.
Síðari hálfleikur var alveg þokkalegur liðið að berjast vel, leik ágætlega á milli sín en það vantaði meiri kraft og ógnun fram á við. Við þurfum að vinna í því að vera aðeins grimmari og áræðnari fram á við. Það mun koma og við eigum eftir að ná í stig í sumar. Vel gert stelpur.
ÁFRAM FRAM