fbpx
Súpumynd 27 maí  II vefur

Vel heppnaður súpufundur FRAM

Súpumynd 27 maíSúpumynd 27 maí IVið FRAMarar héldum í dag áttunda og síðasta súpufund vetrarins.  Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 50  menn og konur sem gæddu sér  á þessari líka fínu súpu. Svakalega góð súpa í dag.
Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Létt yfir fólki enda komið sumar.
Við fengum ekki  til okkar gest í dag en Sigurður Ingi Tómasson nýkjörinn formaður félagsins hélt stutta tölu.
Þetta var eins og áður sagði síðasti fundur (vetrarins), við ætlum að taka þráðinn aftur upp í haust og næsti súpufundur verður föstudaginn 30. sept.
Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem mættu á supufundina í vetur, það var vel mætt, fyrir það erum við mjög þakklát og hvað þessi uppákoma hefur heppnst vel.

Takk fyrir veturinn og sjáumst hress og kát í haust.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email