fbpx
Ivan Bubalo vefur

Fínn sigur í Fellabæ í Inkassódeildinni

IMG_3935Það var brakandí blíða í Fellabæ þar sem strákarnir okkar unnu góðan og sanngjarnan sigur á Huginn frá Seyðisfirði. Leikið var í Fellabæ þar sem völlurinn á Seyðisfirði er ekki tilbúinn. Austfirðingar vilja meina að það hafi verið um 25 stiga hiti í dag og ekki rengjum við það.
Það var Ivan Bubalo sem skoraði sigurmark okkar í dag eftir 12 mínútna leik. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Ivan skorar fyrir Fram. Vel gert hjá pilti. Þessi leikur var þó frekar rólegur en við vorum skynsamir og sóttum 3 góð stig. Gáfum fá færi á okkur og stjórnuðum þessum leik. Það eru margir erfiðir útivelllir í þessari deild og ekki auðsótt að sækja sigra. Þetta var því flottur og gríðarlega mikilvægur sigur í dag og við klifrum í rólegheitum upp töfluna.
Næst er það svo heimaleikur gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði á laugardaginn.  Sjáumst þá.

Lið FRAM var þannig skipað: Stefano-Sam-Ivan-Ingólfur (Indriði 66.min)-Hlynur-Ingiberg-Arnar S( Sigurpáll 85.min)-Hafþór-Ivan B-Helgi(Gunnlaugur 57.min)-Haukur

Fréttaritari FRAM G.Hoddle

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!