Það var brakandí blíða í Fellabæ þar sem strákarnir okkar unnu góðan og sanngjarnan sigur á Huginn frá Seyðisfirði. Leikið var í Fellabæ þar sem völlurinn á Seyðisfirði er ekki tilbúinn. Austfirðingar vilja meina að það hafi verið um 25 stiga hiti í dag og ekki rengjum við það.
Það var Ivan Bubalo sem skoraði sigurmark okkar í dag eftir 12 mínútna leik. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Ivan skorar fyrir Fram. Vel gert hjá pilti. Þessi leikur var þó frekar rólegur en við vorum skynsamir og sóttum 3 góð stig. Gáfum fá færi á okkur og stjórnuðum þessum leik. Það eru margir erfiðir útivelllir í þessari deild og ekki auðsótt að sækja sigra. Þetta var því flottur og gríðarlega mikilvægur sigur í dag og við klifrum í rólegheitum upp töfluna.
Næst er það svo heimaleikur gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði á laugardaginn. Sjáumst þá.
Lið FRAM var þannig skipað: Stefano-Sam-Ivan-Ingólfur (Indriði 66.min)-Hlynur-Ingiberg-Arnar S( Sigurpáll 85.min)-Hafþór-Ivan B-Helgi(Gunnlaugur 57.min)-Haukur
Fréttaritari FRAM G.Hoddle