fbpx
Mummi semur við FRAM vefur

Guðmundur Árni semur við Fram

Mummi semur við FRAMGuðmundur Árni Sigfússon hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá handknattleiksdeild Fram. Guðmundur (Mummi) tekur við starfinu af Haraldi Þorvarðarsyni.

Mummi er margreyndur þjálfari og hefur undanfarin ár starfað við handknattleiksþjálfun hjá Gróttu. Engu að síður þekkir hann vel til hjá Fram enda býr hann í Grafarholti og börn hans hafa æft hjá félaginu. Einnig er sonur hans, Róbert Árni, hluti af þjálfarateymi félagsins.

Við erum virkilega ánægð að fá þennan reynda þjálfara í okkar raðir. Mummi hefur skilað virkilega góðu starfi á Seltjarnarnesi undanfarin ár og við erum sannfærð um að reynsla hans skili sér inn í okkar starf. Við erum þegar farin að huga að breytingum fyrir næsta vetur til að efla starfið okkar enn frekar og þar gegnir Mummi lykilhlutverki. Svo er hann auðvitað líka að færa sig á sinn rétta heimavöll“ segir Ásbjörn Sveinbjörnsson formaður Unglingaráðs handknattleiksdeildar.

„Fram hefur ávalt haft mikið af sterkum iðkendum í sínum röðum. Það er því gríðarlega spennandi að ganga til liðs við félagið og taka þátt í enn frekari uppbyggingu þess“ sagði Guðmundur Árni við undirritun samningsins.

Á myndinni eru f.v. Ásbjörn formaður unglingaráðs, Guðmundur Árni yfirþjálfari og Stefán Þór í Fagráði Unglingaráðs.

Unglingaráð Handknattleiksdeildar FRAM

Handbolti er skemmtilegur

 


 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!