Sigurgeir Jónsson (Sissi) hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Sissi hefur verið lykilmaður í þjálfarateymi yngri flokka Fram undanfarin ár og náð góðum árangri með sína flokka.
„Við væntum mikils af Sissa nú sem áður og erum gríðarlega ánægð með að tryggja okkur hans starfskrafta áfram“ segir Guðmundur Magnús varaformaður Unglingaráðs.
Sissi mun næsta vetur þjálfa fjórða flokk félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.
Á myndinni má sjá Ásbjörn formaður unglingaráðs og Sigurgeir við undirritun samningsins.
Handknattleiksdeild FRAM Unglingaráð
Handbolti er skemmtilegur