fbpx
FRAM víkingur Ó kv vef

Tap hjá stelpunum okkar í kvöld

FRAM víkingur Ó kvStelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld við HK/Víking í 1. deild kvenna en leikið var í Kórnum.  Pínu skrítið að spila svona inni  þegar komið er sumar en sannarlega glæsilegt að eiga svona hús, eitthvað sem við FRAMarar eigum að skoða þegar við flytum í Úlfarsárdalinn.   Svona hús er algjör bylting fyrir fótboltaiðkun á Íslandi, það er bara þannig.
Leikurinn í kvöld var ekki nógu góður, við að spila við gott lið og áttum kannski ekki mikla möguleika. Við fengum á okkur mörk á 17, 30 og 34 mín. staðan í hálfleik 3-0. Við áttum klárlega á brattann að sækja.
Síðari hálfleikur var betri og við sýndum ekki eins mikla virðingu eins og í þeim fyrri, fengum á okkur mörk á 50 og 89 mín. Lokatölur 5-0.
Við bárum of mikla virðingu fyrir þessum stelpum sem við mættum í kvöld og getum gert betur, margt jákvætt í okkar leik og núna styttist í sigur en þá verðum við að fara að skora.
Vel gert stelpur og upp með hausinn.
Næsti leikur er eftir slétta viku gegn ÍR í Breiðholtinu.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!