Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld við HK/Víking í 1. deild kvenna en leikið var í Kórnum. Pínu skrítið að spila svona inni þegar komið er sumar en sannarlega glæsilegt að eiga svona hús, eitthvað sem við FRAMarar eigum að skoða þegar við flytum í Úlfarsárdalinn. Svona hús er algjör bylting fyrir fótboltaiðkun á Íslandi, það er bara þannig.
Leikurinn í kvöld var ekki nógu góður, við að spila við gott lið og áttum kannski ekki mikla möguleika. Við fengum á okkur mörk á 17, 30 og 34 mín. staðan í hálfleik 3-0. Við áttum klárlega á brattann að sækja.
Síðari hálfleikur var betri og við sýndum ekki eins mikla virðingu eins og í þeim fyrri, fengum á okkur mörk á 50 og 89 mín. Lokatölur 5-0.
Við bárum of mikla virðingu fyrir þessum stelpum sem við mættum í kvöld og getum gert betur, margt jákvætt í okkar leik og núna styttist í sigur en þá verðum við að fara að skora.
Vel gert stelpur og upp með hausinn.
Næsti leikur er eftir slétta viku gegn ÍR í Breiðholtinu. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM