fbpx
Hafdis gegn KA vefur

Hafdís Iura framlengir samning sinn við FRAM

hafdis kaHandknattleiksdeild Fram og Hafdís Shizuka Iura hafa gengið frá nýjum samningi um að Hafdís leiki með Fram næsta keppnistímabil.  Samningurinn er til eins árs.
Það er mikil ánægja með það að Hafdís verði áfram í Safamýrinni.
Hafdís er 22ja ára og hefur leikið allan sinn ferili í hanbolta hjá Fram utan þess að hún var lánuð til Fylkis part úr vetri fyrir tveimur árum.
Hafdís var að leika mjög vel síðast liðið haust en varð fyrir því að slíta krossbönd í hné í Evrópuleik á móti Roman frá Rúmeníu í nóvember s.l.  Endurhæfing Hafdísar gengur vel og stefnir hún á að vera komin á fullt að nýju á handboltavellinum þegar líður á haustið.
Hafdís lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram veturinn 2009 – 2010 og hefur leikið um það bil 150 leiki með meistaraflokki félagsins.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!