fbpx
FRAM fagn gegn Leikni vefur god

Öruggur sigur á Leikni F. í Inkassódeildinni í dag

FRAM - Leiknir FStrákarnir okkar í fótboltanum mættu Leikni frá Fáskrúðsfirði í Inkassódeildinni á Valsvelli í dag, já Valsvelli hver hefði trúað því.  Það var flott umhverfi sem var boðið upp á í dag og eitthvað sem ég sé fyrir mér í Úlfarsárdal þegar Reykjavíkurborg drattast á fætur og fer að efna samning sinn við FRAM frá 2008.  Það verður frábært þegar við fáum svona aðstöðu í Úlfarsárdal og getum farið að bjóða okkar leikmönnum og stuðningsmönnum upp á svona heimavöll.
Leikurinn í dag var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, við byrjuðum vel og góður bragur yfir liðinu í byrjun, við settum gott mark á 14 mín, þegar Ingólfur Sigurðsson skoraði gott mark eftir góða fyrirgjöf frá Sam Tillen. Gott mark hjá Ingólfi og vel að því staðið.  Við spiluðum ágætlega í framhaldinu en svo fjaraði undan okkar leik. Við gerðum okkur seka um nokkur slæm misstök sem gaf andstæðingnum færi á að refsa  og það var eftir ein slík misstök sem við fengum á okkur mark og staðan í hálfleik 1-1.
Við klárlega betra liðið á vellinum en eins og menn hafi aðeins haldið að leikurinn væri unnin eftir marki. Eitthvað sem við þurfum að laga og við hefðum klárlega getað verið undir í hálfleik ef við hefðum verið að spila við betra lið.
Eitthvað hefur Ási farið yfir stöðuna í hálfleik því við mættum aftur eins og við byrjuðum leikinn, miklu fastari fyrir og þéttari.  Gáfum engin færi á okkur og smátt og smátt áttum við leikinn.  Ivan Bubalo gerði virkilega flott mark á 72 mín. þegar hann fíflaði andstæðinginn og setti boltan í bláhornið vel gert hjá drengnum. Við kláruðum leikinn svo á 77 mín þegar Sam setti boltan á hausinn á Bubalo sem gat ekki annað en skorað, vel gert hjá Sam og Bublao sem hefur greinilega nef fyrir markinu. Leikurinn einhvern veginn fjaraði út eftir þetta og ég hefði viljað sjá aðeins meiri grimmd fram á við eftir markið. Leiknismenn aldrei líklegir til að skora í síðari hálfleik og við miklu betri.  Lokatölur 3-1.
Mér finnst liðið okkar batna með hverjum leik, meira sjálfstraust og liðið á réttri leið. Mér finnst við eiga nokkra leikmenn inni og þeir þurfa að koma meira inn í okkar leik og þegar það verður komið eru okkur allir vegir færir.
Flottur sigur í dag og framhaldið er klárlega spennandi en um leið krefjandi, verðum að spila á fullu í 90 mín. ef við ætlum okkur eitthvað meira.
Næsti leikur er í bikar á Ísafirði gegn Vestra og svo Keflavík um næstu helgi.
Eitthvað sem allir FRAMarar þurfa að sjá.

ÁFRAM FRAM

P.s þeir sem vilja sjá mörkin geta farið inn á síðuna hans Pétur Guðlaugs sem tekur upp alla okkar leiki, https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fyoutu.be%2FTy7ci8hDscE&h=LAQEn5ZQ0

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!