Á dögunum undirrituðu N1 og Fram áframhaldandi 2 ára samning þess eðlis að vera áfram einn af styrktaraðilum Fram. N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili undanfarin ár og er því kærkomið að halda því samstarfi áfram.
Stuðningur N1 skiptir Fram miklu máli og styrkir áfram öflugt uppeldis starf, segir Sigurður Tómasson. „Það skiptir okkur hjá N1 miklu máli að styðja vel við bakið á íþróttafélögum landsins og höfum við átt ánægjulegt samstarf við Fram undanfarin ár “ segir Kolbeinn Finnsson
Það voru þau Sigurður Tómasson formaður Fram sem undirritaði samninginn fyrir hönd Fram og Kolbeinn Finnsson framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs N1 sem undirritaði samninginn fyrir hönd N1.
Knattspyrnufélagið FRAM