Ég held að það hafi varla farið fram hjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta er núna á leið til Frakklands þar sem liðið mun taka þátt í lokamóti EM.
Það er auðvitað magnað en það sem er kannski enn gleðilegra fyrir okkur FRAMara er að við eigum tvo hreinræktaða FRAMara í þessu lokahópi Íslands á EM. Þetta eru þeir Ögmundur Kristinsson markvörður og Hörður Björgvin Magnússon sem hefur leikið sem bakvörður með landsliðinu. Fréttaritari hitti drengina á æfingu á FRAMvelli í vikunni og var gott hljóð í drengjunum enda sérlega spennandi verkefni framundan.
Við FRAMarar sendum þeim sem og landsliði Íslands góða kveðju til Frakklands.
Gangi ykkur vel strákar.
ÁFRAM FRAM