Það var blíðuveður í Ísafirði í dag þegar við mættum Vestra í Borgunarbikar karla, flugið vestur fór vel í mannskapinn en það er alltaf ákveðin upplifun að lenda á Ísafjarðarflugvelli.
Við byrjuðum með aðeins breytt lið, Sam, Ivan, Ingóflur, Haukur og Ingiberg léku ekkert í þessum leik. Við byrjuðum ágætlega settum mark strax á 5 mín. þegar Ósvald skoraði gott mark eftir vel útfært innkast. Vel að þessu marki staðið. Við vorum svo mun sterkari það sem eftir lifði hálfleiks, náðum samt ekki að skapa okkur opin færi að ráði. Staðan í hálfleik 0-1.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekkert sérstaklega vel en gáfum svo sem ekki mörg færi á okkur. Við settum svo gott mark á 54. mín þegar Ósvald fékk góð sendingu inn fyrir vörn Vestra og afgreiddi færið vel. Við klárum svo þennan leik á 57. mín þegar Hlynur þrumaði boltanum utan teigs í netið, staðan 0-3. Glæsilegt mark hjá drengnum. Það gerðist svo sem lítið eftir þetta mark fyrr en á 83 mín. þegar við voru full værukærir og fengum á okkur mark, ekki nóg með það heldur fengum við á okkur annað tveimur mín. síðar og staðan skyndilega 2-3. Það fór því um einhverja, Vestramenn fengu aukabúst við þessi mörk og voru hættulegir. Við náðum samt að klára þennan leik og það er fyrir öllu.
Flottur 2-3 sigur á erfiðum útivelli staðreynd. Þetta þýðir að við erum komnir í 8 liða úrslit og verður spennandi að sjá hverja við fáum upp úr hattinum góða í næstu umferð.
Næsti leikur er á sunnudag gegn Keflavík, það verður án efa hörkuleikur en þar þurfum við að sýna okkar besta. Hvetjum FRAMara til að mæta á leikinn og FRAMherjar ætla að fjölmenna.
Sjáumst á sunnudag.
ÁFRAM FRAM