Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld á heimavelli í Úlfarsárdal gegn ÍR stelpum í 1. deildinni. Þetta var þriðji leikur okkar gegn ÍR á innan við tveimur mánuðum, fyrri leikirnir hafa tapast en munurinn á þessum liðum er klárlega að minnka. Það var því kominn tíma að sigur í kvöld.
Leikurinn í kvöld var því eins og ég hafði búist við jafn, þessi lið eru mjög jöfn að getu en enn og aftur þurfum við að fara að skora til að vinna leiki. Fyrri hálfleikur jafn og staðan í hálfleik 0-0. Mjög jákvætt að fá ekki á sig mark í upphafi leiks eins og sagan hefur verið það sem af er tímabilinu. Finn hálfleikur hjá okkar stelpum og jákvætt skref fram á við.
Síðari hálfleikur var góður framan af samt á brattan að sækja hjá okkar stúlkum, við fengum á okkur mark á 64. mín. Það breytti þessum leik, við fengum svo á okkur víti á 75 mín. sem fór reyndar ekki í netið en við náðum ekki að jafna metin og lokatölur í kvöld 0-1.
Margt gott í þessum leik, við erum á réttri leið en þurfum að taka skrefið til fulls.
Það býr meira í okkar liði og ég hef fulla trú á því að sigrar fari að detta í hús.
Næsti leikur er ekki fyrr en eftir EM fríið. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM