fbpx
FRAM - HK vefur

Jafnt gegn Keflavík í Inkassódeildinni

885667Við mættum Keflavík í inkassódeildinni í dag. Leikið var í Keflavík við góðar aðstæður en merkilegt að einn besti fótboltavöllur landsins er ekki í lagi, völlurinn er eins og bárujárn, ótrúlegt að þessi völlur sem var eins og teppi í haust sé eins og hann er í dag. Eitthvað sem menn þar syðra þurfa að skoða vel. Skelfilegt ef kunnáttuleysi með undirhita hefur eyðilegt flottasta fótboltavöll landsins.
Leikurinn í dag byrjaði  illa, við höfum átt það til að byrja frekar illa, fengum á okkur mark á 14 mín. og vorum í smá stögli.  Við náðum svo að jafna á 35 mín. þegar Hlynur skallaði knöttinni í netið, gott mark og við að hressast. Þá gerðist hlutur sem átti eftir  að breyta leiknum, markmaður Keflavíkur var rekinn af velli fyrir brot og það átti hreinlega eftir að reynast dýrkeypt. Staðan í hálfleik 1-1 og útlitð gott , við manni fleiri og liðið að spila betur.   Það var því spenna fyrir síðari hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði því miður ekki nógu vel við fengum á okkur víti á 48 mín. sem var hreinlega út í hött og þá visa ég í heimamenn, enginn á því að þetta hafi verið víti.  Það var eins og dómari leiksins hafi verið með einhvern mórall yfir því að send markmann Keflavíkur af velli og nú átti að bæta það upp. Það var síðan saga leiksins, drengurinn fór á kostum og var sér til skammar, því miður.   Hvað um það þá náum við að jafna á 63 mín. og staðan 2-2.
Við komust því miður ekki lengra í þessum leik, Keflavík pakkaði gjörsamlega í vörn og dómari leiksins fór hreinlega á kostu, vona hans vegna að hann horfi á upptöku af  þessu leik og læri af þeim.
Við reyndum vissulega eins og við gátum sóttum töluvert en náðum ekki að opna “heimaklett” að þessu sinni. Lokatölur í kvöld 2-2.  Leikurinn að mörguleiti góður og eitthvað sem við þurfum að læra af. Við eigum eftir að lenda í mótlæti og þá þurfum við að sýna styrk.
Við tókum gott stig á erfiðum útivelli og það er jákvætt, þetta lið á eftir að ná langt í sumar ef við tökum skrefið áfram .  Nú fáum við smá EM frí og næsti leikur er á heimavelli gegn Leikni R. í Laugardalnum,  þar til þá nótið EM.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!