Lúðvík Thorberg hefur framlengt samning sinn við Fram til 2018. Lúðvík er ungur og efnilegur leikstjórnandi og skytta,
er uppalinn Framari, fæddur 1997 og hefur spilað nokkra leiki með meistaraflokki Fram á seinustu tímabilum.
Það er mikil ánægja að þessi ungi handboltamaður hafi framlengt samning sinn og verður gaman að fylgjast með honum eflast og dafna á næstu árum.
Handknattleiksdeild FRAM