fbpx
Vefur vik

Flottur FRAM sigur í 1. deild kvenna

FRAM víkingur Ó kv. 007Nú er boltinn loks farinn að rúlla aftur eftir EM hlé og stelpurnar okkar í fótboltanum mættu Hvíta Riddaranum í 1. deildinni  í kvöld en leikið var á Tungubökkum.  Ekkert sérlega fínn völlur þarna á bökkunum, völlurinn illa sleginn, línur skakkar, hreinlega ekki boðlegt að spila á þessum velli eins og hann var í dag. Þó þessi völlur sé almennt ekki góður þá er hægt að gera hann mun betri en þetta með smá vinnu og metnaði.
Bæði þessi lið voru án stiga fyrir leikinn í kvöld og því mikilvægt að ná sigri og slíta sig frá botninum því þar eigum við ekki að vera.
Við mættum vel stemmdar til leiks í kvöld, liðið hefur greinilega nýtt leikja fríið vel og stelpurnar hreinlega iðuðu í skinninu að spila fótbolta.  Við náðum að setja mark strax á 9 mín. þegar Svandís Karlsdóttir setti knöttinn í netið af stuttu færi.  Vel að þessu marki staðið. Mjög mikilvægt að ná að skora og ná strax yfirhöndinni í leiknum.  Við náðum samt ekki að fylgja góðri byrjun eftir og mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik, þrátt fyrir ágæt færi.
Staðan í hálfleik 0-1 og ljóst að við ætluðum að vinna þennan leik.
Síðari hálfleikur byrjaði vel, við héldum áfram að sækja og sækja en náðum ekki að bæta við marki fyrr en á 60 mín. þegar Hildur Hálfdánar þrumaði boltanum í markið, glæsilegt skot utan teigs, flott mark.  Við náðum  ekki að setja fleiri mörk í þessum leik en vorum miklu betri. Lokatölur  0-2 sigur.
Við lékum nokkuð vel lengst af en mjög erfitt að spila á þessum velli, hreinlega erfitt að koma boltanum á milli manna svo loðinn var hann á köflum.  Stelpurnar stóðu sig samt vel, náðum að setja mörk og ná í þau stig sem voru í boði.  Nú þurfum við að byggja á þessu, næsti leikur er eftir rúma viku á heimavelli gegn KH, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email