fbpx
vefur

Mikilvægur sigur í Inkassódeildinni

FRAM - HK bikar markVið unnum afar dýrmætan sigur á Leiknismönnum úr Breiðholtinu í kvöld. Ekki var hann beint fallegur og við höfum vissulega spilað betur en stigin þrjú eru okkar og það skiptir í raun öllu. Einhverjir töldu okkur heppna í kvöld en það er ekki til heppni í fótbolta, menn skapa sína lukku sjálfir.

Fyrri hálfleikur var jafn og tíðindalítill og ekki mikið um marktækifæri. Við meira með boltann og náðum á köflum ágætu spili en illa gekk að skapa góð færi. Okkur gekk ekki nægjanlega vel að halda boltanum framarlega á vellinum og fundum illa framherjana okkar.

Við byrjuðum seinni hálfleik engan vegin nógu vel, fengum á okkur afar ódýrt mark eftir 10 mín. leik þar sem við töpuðum boltanum á slæmum stað á miðsvæðinu og Leiknismenn ná góðri sókn og refsa okkur með marki. Við hressumst oft þegar við lendum undir og það gerðum við einnig núna. Á 70 mín. jafnar Hlynur Atli fyrir okkur með laglegum skalla eftir frábæra sendingu frá Ingólfi.  Um 10 mín. síðar náum við svo sigurmarkinu sem var afar kærkomið. Það gerði varnarmaðurinn öflugi Ivan Gavric eftir frábæra sókn en Ingölfur átti þá eina af sínum snilldar sendingum inn fyrir á Indriða sem átti fína tilraun sem markvörður Leiknis varði en Dino fylgdi vel á eftir og skoraði af harðfylgi. Fram  sigur staðreynd 2-1 í jöfnum leik.

Inkasssódeildin er hörku deild og frábært að landa sigri í leik þar sem við erum ekki að sýna okkar besta. Við misstum 4 leikmenn af velli í kvöld, ótrúlegt en satt. Hafþór Þrastar fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og Ingólfur sömuleiðis undir lok leiks. Vonum að það sé ekki alvarlegt hjá piltunum. Ingiberg fékk sitt annað gula spjald þegar hann tók eina tæklingu fyrir liðið eins og maður segir og stöðvaði afar hættulega sókn Leiknismanna, var reyndar óheppinn að fá boltann í höndina. Ivan Bubalov fékk svo óþarfa spjald í uppbótartíma og krækti sér í leikbann í leiðinni. Fékk beint rautt sýndist mér fyrir hrindingu þegar nákvæmlega ekkert var að gerast á vellinum. Algjört dómgreindarleysi.

Næst er það HK í Kórnum í næstu viku. Sjáumst þá.

Fréttaritar FRAM  G. Hoddle

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0