Handknattleiksdeild FRAM og Reynir Þór Reynisson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Reynir hætti sem þjálfari meistaraflokks FRAM. Þessi niðurstaða er tekin í sátt við báða aðila en Reynir óskaði eftir því að stíga til hliðar.
Handknattleiksdeild FRAM er núna kominn á fullt að leita að eftirmanni Reynis og vonast til að loka því máli á næstu dögum.
Handknattleiksdeild FRAM þakkar Reyni fyrir samtarfið og óskar honum alls hins besta.
Handknattleiksdeild FRAM