fbpx
FRAM - HK vefur

Súrt tap í Inkassódeildinn í kvöld

FRAM - HK bikar markStrákarnir okkar í fótboltanum léku í kvöld í Inkassódeildinni, leikið var gegn HK í Hellinum í Kópavogi. Það var dálítð eins og að þessi leikur væri spilaður í helli en hellar eru góðir á veturna.  Ekki margir mættir greinilegt að EM er að trufla. Ási gerði nokkrar breytingar á liðinu og það var að trufla okkur.
Leikurinn byrjaði ágætlega leikurinn jafn til að byrja með en vörnin okkar eitthvað óörugg til að byrja með. Það skapaði nokkur hálffæri sem endaði með því að HK náði skoti á markið sem breytti um stefnu að ég held örugglega og þaðan fór boltinn í netið.  Alltaf vont að fá svona mörk á sig, pínu klaufalegt hjá okkur að gefa færi á okkur.  Það má segja að HK hafi lokið leik í þessum hálfleik eftir markið, þeir lögðust í vörn og fóru ekki yfir miðju það sem eftir lifði hálfleiks. Við náðum nokkrum góðum sóknum í hálfleiknum en náðum ekki að setja mark þrátt fyrir stanslausa pressu. Rúrki átti skot í slá, markvörður HK varði vel nokkrum sinnum og staðan í hálfleik 1-0.  Langt frá því að vera sanngjörn staða en svona er boltinn.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn eins og við enduðum þann síðari voru alltaf með boltann, HK lá í vörn.  Náðum samt ekki að skapa okkur nógu góð færi og það vantaði einhvern auka kraft í okkar menn.  Við fengum á okkur algjört klaufa mark á 75 mín. þegar upp kom misskilningur á milli varnar og markmanns sem endaði með auðveldu marki.  Við reyndum allt hvað við gátum allt til loka en þetta gekk ekki upp hjá okkur í kvöld og 2-0 tap staðreynd.
Ferlegt að ná ekki að vinna þennan leik, því við erum klárlega sterkari en þetta lið sem við lékum við í kvöld en mörkin telja.  Dómari leiksins var samt slakasti maður vallarins, lét HK komast upp með grófan leik trekk í trekk, missti að lokum algjörlega hausinn og tök á leiknum.  Arnór Aðalsteinsson meiddist í  upphafi leiks þegar hann lenti í samstuði við samherja og var fluttur á spítala, vonum að drengurinn nái sér fljótt.
Niðurstaðan súrt tap en það er stutt í næsta leik sem er í bikarnum á þriðjudag og þá þurfum við að sýna okkar besta. Upp með hausinn drengir og sjáumst hressir í Laugardalnum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!