Það var stór og flottur hópur ungmenna sem mætti við FRAMheimilið í kvöldi. Þar voru mættir saman FRAMarar í 4 og 5. fl.karla og kvenna handbolta að leggja í ferð til Svíþjóðar á hið árlega Partille-cup mót.
Við FRAMarar höfum farið á þetta mót annað hvert ár síðastliðin tuttugu og fimm/sex ár eða svo, þannig að það er kominn þokkaleg hefð á að fara á þetta mót.
Hópurinn sem lagði afstað í kvöld telur um 90 keppendur, fararstjóra og þjálfara, auk þess sem margir foreldarar hafa skipulagt ferð til Svíþjóðar til að fylgjast með krökkunum á mótinu. Partille-cup er stærsta handboltamót í heimi en áætlað er að keppendur á mótinu núna séu eitthvað í kringum 21.000 í yfir 1000 liðum frá 43 þjóðlöndum.
Mótið fer fram í Gautaborg og þar verða því spilaðir nokkrir handboltaleikir á næstu dögum. Mótinu líkur svo á laugardag 9. júlí en þá verður leikið til úrslita. Mótið er að mestu leikið utandyra en úrslitaleikirnir eru samt leiknir inni. Mótið er ekki bara handbolti og það verður ýmislegt brallað á meðan á mótinu stendur farið í vatnagarð, tívolí, skemmtikvöld þar sem öll liðin koma saman osfv.
Við vonum að allir skemmtil sér vel í Gautaborg í vikunni, að liðunum okkar gangi sem best og allir komi sælir og glaðir heim. Góða skemmtun FRAMarar.
ÁFRAM FRAM