fbpx
Vefur vik

Jafnt gegn KH í 1.deild kvenna

FRAM víkingur Ó kv. 007Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í gær gegn KH í 1. deild kvenna en leikið var í Úlfarsárdal.  Liðin eru á svipuðum stað í deildinni því var ljóst að leikurinn yrði jafn. Það var og reyndin.
Við byrjuðum leikinn í gær á því að fá á okkur mark en það kom strax á 7 mín, alltaf erfitt að fá á sig mark svona í upphafi og við vorum smá tíma að jafna okkur á því.  Við vorum samt að spila vel og náðum að jafna leikinn á 33 mín. en þá náði Svandís Karlsdóttir að skora gott mark.  Staðan í hálfleik 1-1.
Við að spila ljómandi vel í þessum hálfleik.
Síðari hálfleikur var spennandi frá upphafi til enda og bæði lið vildu ná sigri.  Við fengum möguleika til að vinna þennan leik en náðum ekki að setja annað mark og því varð niðurstaðan jafntefli 1-1.
Fínn leikur hjá okkar stelpum en pínu fúllt að ná ekki að landa sigri.  Næsti leikur er á miðvikudag á útvelli gegn Skínanda, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!