fbpx
vefur

Bikardraumurinn úti eftir tap í Laugardalnum

IMG_2252Strákarnir okkar í fótboltanum fengum Selfoss í heimsókn í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikið var við flottar aðstæður í Laugardalnum, völlurinn allur að koma til, er að verða flottur.
Hrikalega mikilvægur leikur enda sæti í undanúrslitum í boði.
Leikurinn í kvöld var vonbrigði frá upphafi til enda, átta mig ekki á því hvernig við komum inn í þennan leik, engin stemming í liðinu, leikmenn pirraðir og engan veginn tilbúnir, mjög skrítið að upplifa þetta. Við náðum engum tókum á okkar leik og vorum undir í flestum návígum, náðum ekki upp spili og það vantaði allan vilja og kraft í okkur.  Fengum á okkur klaufalegt víti á 9 mín. og ég man ekki eftir að við höfum ógnaði marki Selfoss að ráði það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik 1-0.  Sennilega okkar slakasti hálfleikur það sem af er sumri.
Ég var vongóður um að við kæmum af krafti inn í síðari hálfleik en það gerðist bara ekki . Við reyndum þó en náðum ekkert að setja neina pressu á andstæðinginn.  Við fengum svo á okkur annað klaufalegt mark á 75 mín. þar með ljóst að við næðum engu út úr þessum leik.  Lokatölur 0-2.
Eins og áður sagði var þessi leikur gríðarleg vonbrigði, ljóst að leikmenn og þjálfarar þurfa að skoða vel þennan leik og ekki síst hvernig við komum undirbúnir til leiks. Það var bara ekkert gaman hjá leikmönum og allir geta gert betur.
Það er “rematch” á föstudag í Laugardalnum, annar mjög mikilvægur leikur og þar verðum við hreinlega að gera betur.  Við getum það en þurfum að sýna það inni á vellinum, upp með hausinn drengir og mætum brjálaðir í næsta leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!