fbpx
Skínandi - FRAM II vefur

Glæsilegur sigur FRAM á Bessastaðavelli

Skínandi - FRAM IStelpurnar okkar í fótboltanum mættu Skínanda í 1. deildinni í kvöld, lið Skínanda er í raun b lið Stjörnunnar og leika þær í búningum þeirra.  Leikið var á forsetavellinum á Bessastöðum, fínn völlur og það var dásamlegt veður til að leika fótbolta í kvöld.
Leikurinn byrjaði svolítið eins og venjulega, því við fengum á okkur mark á 12 mín, er dálítið að verða okkar saga í sumar. Við vorum fljótar að jafna okkur á þessu marki því þetta er hætt að vera “sjokkkerandi” að fá á sig mark svona snemma.  Hildur Hálfdánardóttir jafnaði leikinn fyrir okkur á 21 mín. með góðu marki.  Leikurinn var svo í járnum það sem eftir lifði hálfleiks, staðan 1-1 eftir 45 mín.
Síðari hálfleikur var fjörugur, mikil barátta í báðum liðum og Skínandi setti smá pressu á okkur í byrjun. Við stóðumst þá pressu vel, börðumst vel og spilum okkur vel út úr þeirra pressu.  Þessi barátta í liðinu skilaði marki á 64 mín. þegar Hildur  fylgdi eftir aukaspyrnu og setti boltann af harðfylgi í netið, 1-2.  Við náðum smátt og smátt yfirhöndinni í þessu leik og settum annað mark á 71 mín. eftir misstök í vörn Skínanda. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir setti það mark og var klók að nýta sér færið, 1-3.  Við hættum ekki eftir þetta mark, höfðum leikinn í okkar höndum og lékum vel.  Það var svo á 80 mín. að Hildur Háldánar fullkomnaði þrennuna þegar hún þrumaði knettinum í netið, mjög flott mark, 1-4. Þó leikurinn væri búinn þá gáfum við engin færi á okkur og lönduðum góðum 1-4 sigri. Vel gert stelpur.
Stelpurnar léku vel í kvöld, baráttan í liðinu var til fyrirmyndar, allir að reyna að spila og boltinn gekk oft vel á milli manna. Flottur leikur og liðið leit vel út, með svona vinnusemi þá ættum við að geta bætti við mörgum stigum í sumar.  Flottur leikur FRAMarar.
Næsti leikur er á miðvikudag á erfiðum útivelli í gegn Víkingi frá Ólafsvík. Hvetum FRAMara sem eru á ferðinn að kíkja við.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!