fbpx
Skínandi - FRAM II vefur

Glæsilegur sigur FRAM á Bessastaðavelli

Skínandi - FRAM IStelpurnar okkar í fótboltanum mættu Skínanda í 1. deildinni í kvöld, lið Skínanda er í raun b lið Stjörnunnar og leika þær í búningum þeirra.  Leikið var á forsetavellinum á Bessastöðum, fínn völlur og það var dásamlegt veður til að leika fótbolta í kvöld.
Leikurinn byrjaði svolítið eins og venjulega, því við fengum á okkur mark á 12 mín, er dálítið að verða okkar saga í sumar. Við vorum fljótar að jafna okkur á þessu marki því þetta er hætt að vera “sjokkkerandi” að fá á sig mark svona snemma.  Hildur Hálfdánardóttir jafnaði leikinn fyrir okkur á 21 mín. með góðu marki.  Leikurinn var svo í járnum það sem eftir lifði hálfleiks, staðan 1-1 eftir 45 mín.
Síðari hálfleikur var fjörugur, mikil barátta í báðum liðum og Skínandi setti smá pressu á okkur í byrjun. Við stóðumst þá pressu vel, börðumst vel og spilum okkur vel út úr þeirra pressu.  Þessi barátta í liðinu skilaði marki á 64 mín. þegar Hildur  fylgdi eftir aukaspyrnu og setti boltann af harðfylgi í netið, 1-2.  Við náðum smátt og smátt yfirhöndinni í þessu leik og settum annað mark á 71 mín. eftir misstök í vörn Skínanda. Rebekka Katrín Arnþórsdóttir setti það mark og var klók að nýta sér færið, 1-3.  Við hættum ekki eftir þetta mark, höfðum leikinn í okkar höndum og lékum vel.  Það var svo á 80 mín. að Hildur Háldánar fullkomnaði þrennuna þegar hún þrumaði knettinum í netið, mjög flott mark, 1-4. Þó leikurinn væri búinn þá gáfum við engin færi á okkur og lönduðum góðum 1-4 sigri. Vel gert stelpur.
Stelpurnar léku vel í kvöld, baráttan í liðinu var til fyrirmyndar, allir að reyna að spila og boltinn gekk oft vel á milli manna. Flottur leikur og liðið leit vel út, með svona vinnusemi þá ættum við að geta bætti við mörgum stigum í sumar.  Flottur leikur FRAMarar.
Næsti leikur er á miðvikudag á erfiðum útivelli í gegn Víkingi frá Ólafsvík. Hvetum FRAMara sem eru á ferðinn að kíkja við.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email