Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um það að Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Svölu Júlíu Gunnarsdóttur. Samningur FRAM við Svölu er til tveggja ára.
Svala Júlía er fædd 1999 og er því á 17 ári. Svala er línumaður og kemur upp úr yngri flokkastarfi Fram og hefur átt sæti í yngri landsliðishópum Íslands. Svala Júlía er ein af okkar efnilegu leikmönnum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.
Handknattleiksdeild FRAM