fbpx
FRAM - Selfoss vefur

Jafnt gegn Selfoss í Inkassódeildinn

FRAM - Selfoss 025Jæja það var “rematch” í kvöld á Laugardalsvelli þegar við mættu Selfoss í Inkassódeildinn. Við áttum harma að hefna eftir tap í bikarnum á þriðjudag. Það var mjög  fátt á vellinum í kvöld en aðstæður allar hinar bestu til að spila fótbolta.  Ási breytti liðinu töluvert frá síðasta leik og því fróðlegt að sjá hvernig það myndi virka.
Við byrjuðum leikinn í kvöld ágætlega, tókum strax frumkvæðið í leikinum og mér fannst við hafa þennan leik í okkar höndum án þess þó að skapa mikið af færum.  Við náðum svo að setja gott mark á 23 mín. þegar við nýttum okkur  mistök í vörn Selfoss. Það var Ivan Bubalo sem gerði markið eftir sending frá Indriða, vel gert hjá strákunum.   Við gáfum engin færi á okki í fyrri hálfleik og mér fannst Selfoss ekki líklegir til að gera neitt í þessum leik. Staðan í hálfleik 1-0.  Við að spila ágætlega í þessum hálfleik og mun meira líf í okkur en í síðasta leik.
Síðari hálfleikur byrjaði varla verð ég að segja , veit ekki hvað menn héldu að myndi gerast eftir hlé, við hreinlega mættum ekki til leiks.  Við drógum okkur tilbaka og vildu helst ekki hafa boltann, við reyndum lítið að spila og ef við fengum boltann þá losuðum við okkur við hann eins langt og mögulegt var.  Þetta skilaði meiri og meiri pressu á liðið og það fór svo að lokum að Selfoss náði að jafn leikinn á 76 mín.  Við vöknuðum aðeins við þetta mark, reyndum aðeins að halda boltanum  og fórum aðeins að færa okkur fram á völlinn.  Það skilaði því miður litlu og lokatölur í kvöld 1-1.  Síðari hálfleikur slakur af okkar hálfu.
Eins og eftir síðasta leik þá voru þessi úrslit vonbrigði, liðið er ekki að spila vel og það vantar eitthvern kraft, gæði  og áræðni í okkar lið. Það er engin gleði í mannskapnum og við þurfum að þjappa okkur betur saman sem lið ef við ætlum að gera atlögu að því að spila í efstu deild.  Leikmenn þurfa að vilja miklu meira og gefa miklu meira af sér en þeir gerðu í þessum leik.  Fyrri hálfleikur lofaði góðu en náðum ekki að klára leikinn.
Ég hef trú að okkar liði en við þurfum að fara að taka skref fram á við, drengir það gerir enginn fyrir okkur.
Næsti leikur er á Eskifirði á þriðjudag gegn Fjarðabygg, erfiður leikur þar sem við þurfum að sýna alvöruleik í 90 mín.  FRAMarar á austurlandi eru hvattir til að mæta og styðja okkar menn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!