Hörður Einarsson ”Kastró” lést aðfaranótt laugardagsins 9. júlí, 75 ára að aldri. Hörður sem fæddist 18. júlí 1940, var einn af okkar eðal félagsmönnum sem vildi FRAM allt gott og var alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum.
Hörður var mjög virkur félagsmaður og vann mikið fyrir FRAM. Hörður var líflegur karl sem gaman var að umgangst og aldrei lognmolla í kringum “Kastró” eins og hann var jafnan kallaður. “Kastró” stofnaði “Súpuhádegi FRAM” en með því vildi hann skapa vettvang fyrir félagsmenn eldri og yngri til að hittast reglulega og eiga góða stund. Kastró var mjög virkur í getraunastarfi FRAM og Kastró kaffið í FRAMhúsi klikkaði aldrei.
Hörður var sæmdur silfurkrossi FRAM á 105 ára afmæli Knattspyrnufélagsins FRAM árið 2013.
Við FRAMarar þökkum Herði langt og farsælt samstarf og mikla vináttu. Við sendum ástvinum innilegar samúðarkveðjur við andlát Harðar Einarssonar “Kastró”
Knattspyrnufélagið FRAM
Myndir úr myndasafni JGK http://frammyndir.123.is/photoalbums/279382/