Strákarnir okkar í fótboltanum flugu austur á land í dag þegar þeir mættu Fjarðabyggð á Eskjuvelli í kvöld. Skemmtilegur völlur á Eskifirði. Ási gerði þrjár breytingar fyrir leikinn í kvöld, Helgi Guðjóns, Ivan, Parlov og Haukur Lár komu inn og því fróðlegt að sjá hvort þessar tilfærslur væru til bóta.
Fyrri hálfleikur var dauflegur, lítið um færi og liðin náðum illa að skapa sér færi. Ágæt barátta í liðinu en við náðum ekki að setja mark og staðan í hálfleik 0-0. Ljóst að við yrðum að gíra okkur aðeins upp í síðari hálfleik.
Við byrjuðum síðari hálfleik ekki nógu vel, við fengum á okkur mark á 58 mín. staðan 1-0. Við vildum svo fá víti skömmu síðar en dómari leiksins var ekki á því, það var vítafnykur af þessu. Í stað þess að jafna fengum við á okkur annað mark á 69 mín. og staðan orðin erfið. Helgi Guðjónsson náði að laga okkar hlut á 85 mín. gott mark en kom kannski ofseint. Við sóttum allt til enda en lokatölur í kvöld 2-1 tap.
Ég las um leikinn að munurinn á liðunum í kvöld hefði verið að þeir nýttu færin en við ekki. Þannig er það svo oft í fótbolta, það þarf að skora til að vinna leiki eða fá ekki á sig mörk, ekki flókin formula en getur verið snúið. Það var erfitt fyrir okkur að tapa þessum lei k en við verðum bara að snúa saman bökum og undirbúa okkur vel fyrir næsta leik. Við fáum við Grindavík í heimsókn í Laugardalinn á laugardag, fjölmennum og styðjum strákana.
ÁFRAM FRAM