fbpx
Víkingu O - FRAM vefur

Tap í Ólafsvík

Vikningur O FRAMStelpurnar okkar í fótboltanum skelltu sér í rútuferð til Ólafsvíkur í kvöld þar sem þær mættu Víkingsstelpum í 1. deild kvenna.  Ljóst að leikurinn yrði erfiður þar sem Ólsarar tefla fram mjög steku liði þetta árið.  Við töpuðum fyrri leiknum á heimavelli  en við höfum bætt okkur frá þeim leik þannig að það var spennandi að sjá hvernig við stæðum gegn þeir í kvöld.
Leikurinn í kvöld byrjaði vel, við mættum tilbúnar  til leiks og klárt að við ætluðum að selja okkur dýrt.  Við fengum færi til að setja mark í byrjun leiks en nýttum það ekki. Fengum á okkur ódýrt víti á 25 mín, hálf fúllt að fá þetta mark á sig.  Fyrri hálfleikur var svo ágætur en ekkert sérstaklega fjörugur.  Við að spila ágætlega en náðum ekki að skora. Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur var góður, við byrjuðum vel náðum góðum spil köflum og sköpuðum okkur þó nokkur færi sem við nýttum því miður ekki.  Við að spila betur en Ólsarar á löngum köflum.  Við bættum  svo í sóknina undir lokin og freistuðum þess að skora en það gekk bara ekki í kvöld.  Fengum svo á okkur mark í blá lokin þegar við vorum komnar full framarlega. Lokatölur í leiknum 2-0.
Við getum nagað okkur í handarbökin að nýta ekki færin í kvöld því við fengum tækifæri  til þess.  Spilum fínan leik og getum gengið sáttar frá leiknum þó úrslitin hafi ekki verið okkur að skapi. Við erum samt á réttri leik og þurfum að halda áfram á þessari braut. Fínn leikur hjá okkar stúlkum.
Næsti leikur er gegn Þrótti í laugardalum á þriðjudag, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!