fbpx
vefur

Guðmundur Helgi Pálsson ráðinn þjálfari meistaraflokks FRAM í handbolta

Guðmundur Helgi og Elmar góð.Guðmundur Helgi Pálsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs FRAM í handknattleik til næstu þriggja ára.
Guðmudur Helgi  þekkir vel til í Safamýrinni en hann lék með FRAM á árum 1995-2002.
Guðmundur varð bikarmeistari með FRAM árið 2000 en lagði skóna á hilluna vorið 2002.  Guðmundur hefur síðan komið að þjálfun bæði með ÍR og HK og hefur þvi töluverða reynslu að þjálfun í efstu deild.   Það er mikið fagnaðarefni að fá Guðmund Helga aftur til okkar í Safamýrina og bindum við miklar vonir við hans starf á næstu árum.
Handknattleiksdeild Fram bíður Guðmund Helga Pálsson  velkominn í Safamýrina. Elmar Hallgríms Hallgrímsson nýr formaður handknattleiksdeildar sést hér á myndinni  handsala samninginn við Guðmund Helga.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email