Eins og komið hefur fram lést Hörður Einarsson “Kastró” um síðustu helgi en “Kastró” var mikill stuðningsmaður FRAM. Kastró mætti á alla leiki FRAM í áratugi og skipti þá engu hvar var leikið.
Til minningar um fallinn félaga þá ætlar Knattspyrnudeild FRAM að bjóða ykkur öllu frítt á leik FRAM og Grindavíkur í Inkassódeildinn á laugardag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 14:00.
Það væri gaman að sjá sem flesta FRAMara á þessum leik þegar við minnumst Harðar Einarssonar “Kastró”.
Jarðaför Harðar fer fram mánudaginn 15. júlí kl. 13:00 í Fossvogskirkju. Kaffi að lokinn athöfn verður í Íþróttahúsi FRAM Safamýri 26.
Knattspyrnudeild FRAM
Myndir út myndasafni JGK http://frammyndir.123.is/photoalbums/279382/