Strákarnir okkar í fótboltanum léku á heimavelli í Laugardalnum í dag þegar þeir mættu Grindavík í Inkassódeildinni. Ljómandi veður og völlurinn góður. Fyrir leik var Harðar Einarssonar minnst með því að áhorfendur klöppuðu fyrir Kastró í eina mínútu. Virkilega flott og karlinn hefði verði glaður með þetta. Hann sagði reyndar við mig um daginn að hann myndi fylgjast með leikjunum að ofan svo hann hefur örugglega verið á staðnum í dag.
Leikurinn í dag byrjaði ágætlega og jafnræði með liðunum framan af hálfleik, bæði lið fengu færi en enginn dauðafæri. Þegar leið á hálfleikinn hallaði heldur á okkur en við náðum ekki tökum á leiknum. Við misstum aðeins tökin undir lokin og Grindavík gekk á lagið og setti á okkur mark á 43 mín. Við vildu klárlega fá víti á 45 mín. þegar brotið var á Orri innan teigs en ekkert dæmt. Staðan í hálfleik 0-1.
Við mættum varla til leiks eftir hlé, fengum á okkur mark strax á 49 mín. og útlitið ekki gott. Við komumst svo aldrei inn í þennan leik eftir hlé og sköpuðum okkur lítið. Erfitt að lenda undir og við náðum ekki að vinna okkur út úr því. Það er eins og það sé andleysi í liðinu og því þurfum við að breyta. Það fór þannig að við töpuðum þessum leik, lokatölur í Laugardalnum 0-2.
Það er ljóst að við þurfum að gera betur en það sem við sýndum í dag, margir erfiðir leikir framundan og nú gerum við kröfu á að leikmenn gíri sig aðeins upp. Það er næg geta í okkar liði en við verðum að leggja meira á okkur og leikmenn verða að trúa á verkefnið. Við höfum trú á ykkur, upp með hausinn og gefum allt í næstu leiki sem verða á heimavelli gegn KA og Þór. FRAMarar nú þurfum við að mæta og styðja strákana.
ÁFRAM FRAM