Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu nágrönnum okkar í fótboltanum Þrótti í Laugardalnum í kvöld. Leikið var við ljómandi aðstæður og fínt veður. Stelpurnar hafa verið að spila vel undanfarið en ljóst að þessi leikur yrði eins og sá síðasti erfiður. Við erum að mæta öllum toppliðunum núna.
Leikurinn í kvöld byrjaði erfiðlega, við lentum snemma undir pressu og náðum aldrei að vinna okkur út úr henni. Fengum á okkur mark á 16 mín, 28 mín og 39 mín. Alltaf þegar við vorum að koma okkur betur inn í leikinn fengum við á okkur mark sem er gríðarlega erfitt. Staðan í hálfleik 3-0. Ljóst að síðari hálfleikur yrði spilaður upp á stoltið en erfitt að komast út úr svona stöðu, samt ekki ómögulegt.
Við byrjuðum af krafti í síðari hálfleik, náum að ógna vel og áttum ágætar tilraunir á markið en náðum ekki að brjóta ísinn. Erum í smá vandræðum með að skora í sumar. Við fengum svo á okkur mark á 64 mín. og aftur á 72 mín. Þar með voru úrslitin endanlega ráðin. Við gerðum samt vel í þessum leik, áttum þó nokkur færi og nokkur á markið, andstæðingurinn náði 6 á markið og skoraði 5 mörk. Stundum er þetta svona en við erum að spila við toppliðin og við erum aðeins frá þeim eins og er. Ekkert hægt að kvarta yfir okkar frammistöðu, stelpurnar eru allar að leggja sig fram, fín barátta í liðinu. Lokatölur í kvöld 5-0, sanngjarnt veit ég ekki , en staðreynd.
Næsti leikur er á heimavelli og núna á okkar gamla heimavelli í Safamýrinni. Þar verður leikið á grasi en völlurinn í Safamýri er að koma til eftir erfiðan vetur, völlurinn fór illa í vetur.
Það væri gaman að sjá fleiri FRAMara í Safamýrinni eftir slétta viku, endilega kíkið á stelpurnar. Sjáumst í Safamýrinni.
ÁFRAM FRAM